Lífið

Spiderman 3 slær öll met í Asíu

Á myndinni sést Toby Maguire, aðalleikari myndarinnar.
Á myndinni sést Toby Maguire, aðalleikari myndarinnar. MYND/AFP
Kvikmyndin Spiderman 3 hefur slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru um alla Asíu undanfarna daga. Myndin, sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum sem og hér á landi á föstudaginn kemur, sló út bæði Spiderman 1 og 2 í Japan og Suður-Kóreu. Í Hong Kong og Suður-Kóreu setti hún met í mestri aðsókn á opnunardegi. Á opnunardeginum í Japan halaði myndin inn 3,5 milljónir dollara og í Suður-Kóreu var upphæðin 3,4 milljónir dollara.

Í myndinni leikur Toby Maguire Spiderman á ný og Kirsten Dunst leikur Mary Jane Watson, stúlkuna í lífi hans. Myndin fer í sýningar á Íslandi á föstudaginn kemur og er forsala þegar hafin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.