Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld 1. apríl 2007 14:10 Steve Nash og Dirk Nowitzki mætast í NBA í kvöld NordicPhotos/GettyImages Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. NBA Mest lesið Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Sport Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Enski boltinn Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Sjá meira
Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt.
NBA Mest lesið Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Sport Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Enski boltinn Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Sjá meira