Síðastliðið haust var Kate Moss á hátindi frægðarinnar þrátt fyrir bakslag árið 2005 þegar myndir af henni við eiturlyfjaneyslu láku út. Í kjölfarið rifti fjöldi vöruframleiðenda samningum við hana en að ári liðnu var hún orðin eftirsóttari en nokkru sinni fyrr.
Síðastliðið haust var ofurmódelið með 18 módelsamninga sem samtals voru tugi milljóna punda virði. Í haust eru þeir aftur á móti bara 11 og er leikkonan Keira Knightley til að mynda með mun fleiri samninga.
Í október í fyrra var Moss andlit sex auglýsingaherferða í tískubiblíunni Vogue þar sem hún auglýsti til að mynda fyrir Dior, Louis Vuitton og Burberry. Í oktoberhefti blaðsins í ár er Moss hvergi að finna.
Tískuspekúlantar segja Moss enn vera mjög stóra en að hveitibrauðsdagar hennar séu liðnir.