Lífið

Michael Jackson genginn út?

Jackson á tvö hjónabönd að baki
Jackson á tvö hjónabönd að baki MYND/Getty

Samkvæmt heimildum ameríska slúðurblaðsins National Enquirer mun konungur poppsins, Michael Jackson, vera genginn út, enn eina ferðina. Þrátt fyrir að menn úr herbúðum söngvarans neiti þeim sögusögnum þá hefur blaðið birt afrit af gögnum þar sem Jackson staðfestir að hann sé kvæntur.

Heimildarmaður blaðsins segir að Jackson hafi gengið að eiga Grace Rwaramba, barnfóstru barna sinna til langs tíma. Heimildarmaðurinn segir að Rwaramba sé einn nánasti vinur Jacksons og sé ein af fáum sem hafi staðið með honum í þeim erfiðleikum sem hann hefur gengið í gegnum á undanförnum árum.

Ef orðrómurinn reynist á rökum reistur þá er um að ræða þriðja hjónaband Jacksons en hann hefur verið kvæntur þeim Debbie Rowe og Lisu Marie Presley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.