Innlent

Fjölmenni á leið til Dalvíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fiskidagar eru haldnir árlega á Dalvík. Þessi mynd var tekin þegar hátíðin var haldin árið 2004.
Fiskidagar eru haldnir árlega á Dalvík. Þessi mynd var tekin þegar hátíðin var haldin árið 2004.
Mikil umferð streymir nú í átt að Dalvík en Fiskidagar hófust þar í dag. Samkvæmt lögreglunni á Akureyri hefur allt gengið vel. Enginn hefur verið tekinn fyrir ölvunar- eða lyfjaakstur og ökumenn hafa virt hraðatakmörk.

Lögreglan á Hvolsvelli hefur hins vegar tekið þrjá ökumenn fyrir of hraðann akstur á undanförnum sólarhring og þykir þetta óvenju mikið. Ökumennirnir hafa allir verið á um 150 kílómetra hraða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×