Innlent

Reykvísk börn fá Frístundakort

MYND/Vilhelm

Um næstu mánaðarmót fá tæplega 20 þúsund börn á aldrinum 6 til 18 ára með lögheimili í Reykjavík rétt til þáttöku í íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfssemi þegar Frístundakortin svokölluðu verða innleidd.

Í tilkynningu frá ÍTR kemur fram að meginmarkmið Frístundakortsins sé að veita „öllum reykvískum ungmennum á aldrinum 6-18 ára tækifæri til að taka þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum."

Styrkurinn verður 12 þúsund krónur til að byrja með. En um næstu áramót verður hann 25 þúsund krónur og 40 þúsund krónur árið 2009. Með Frístundakortinu má greiða að hluta eða að öllu leyti fyrir íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfsemi á vegum félaga og samtaka sem starfa í Reykjavík og nágrannasveitarfélögunum.

„Forsenda þess að hægt sé að ráðstafa styrknum er að búið sé að skrá barn í tómstundarstarf hjá félagi sem er aðili að Frístundakortinu og að félagið sé búið að skrá barnið í Frístundakortskerfið á vefsvæðinu Rafræn Reykjavík á reykjavik.is," segir í tilkynningunnni. „Ekki þarf að sækja sérstaklega um Frístundakortið. Styrkurinn fer sjálfkrafa inn á Rafrænu Reykjavík þar sem hægt er að ráðstafa honum. Á heimasíðu ÍTR, http://www.itr.is/ má finna lista yfir þau félög sem þegar eru orðnir samstarfsaðilar Frístundakortsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×