Innlent

Hreinsunarstarfi að ljúka á Hálsabraut

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Egill

Hreinsunarstarfi er að ljúka á Hálsabraut í Reykjavík. Olíuleki kom upp á sjötta tímanum í kvöld. Umferðaróhapp varð þegar bíll rann í olíunni og hafnaði á ljósastaur. Þá urðu talsverðar umferðartafir á staðnum. Lögregla og starfsmenn borgarinnar unnu að því að hreinsa lekann upp. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni lak olían um nokkrar götur.

Ekki er víst hvaðan olían lak en getgátur voru uppi um að lekið hefði úr bifreið sem átti leið um Hálsabraut. Olían dreifðist svo með öðrum bílum sem keyrðu um götuna. Lögreglan segir að alltaf stafi hætta af olíuleka sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×