Innlent

Faðmlagakennsla á ástarviku

Birna á von á mikilli ást fyrir vestan
Birna á von á mikilli ást fyrir vestan

 

Faðmlagakennsla er meðal þess sem í boði er á hinni árlegu ástarviku á Bolungarvík sem hefst núna á sunnudag en þessi hátíð hefur notið vaxandi vinsælda síðan henni var komið á laggirnar fyrir fjórum árum. "Við búumst við fjölda af elskulegu fólki í ár eins og síðustu ár," segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir framkvæmdastjóri ástarvikunnar.

Að sögn Birnu hefst hátíð á því að 300 gasblöðrum verður sleppt í loftið sem ástarkveðju til alheimsins á sunnudeginum en dagskránni lýkur svo formlega á laugardag með uppistandi Eddu Björgvinsdóttur. Inn á milli er boðið upp á ýmislegt á hverjum degi, bílabíó, tónleika, ástarljóð vestfirska skálda og skútusiglingar svo dæmi séu tekin.

"Ég á ekki von á öðru en að þessi hátíð verði jafn æðislega og ástúðleg og hinar fyrri," segir Birna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×