Innlent

Stakk sér út í grunnu laugina

MYNd/Stefán

Karlmaður um þrítugt slasaðist á höfði þegar hann hugðist fá sér sundsprett í Breiðholtslaug í gærkvöld. Að sögn lögreglu stakk maðurinn sér til sunds í grynnri enda laugarinnar og rak höfuðið í botninn. Hann fékk skurð á ennið og stóra kúlu að auki. Sundlaugargesturinn var fluttur á slysadeild en hann þykir samt hafa sloppið nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn lögreglu.

Þá voru tveir karlar á þrítugsaldri teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Annar var stöðvaður í Kópavogi en hinn í Hafnarfirði. Þriðji ökumaðurinn var síðan stöðvaður í Hafnarfirði og reyndist hann vera undir áhrifum lyfja.

Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan einnig för fjögurra ökumanna sem voru réttindalausir. Þar á meðal var 16 ára stúlka sem reyndist vera á bifhjóli mömmu sinnar. Stúlkan var við akstur í miðborginni í gærkvöld og veittu lögreglumenn henni athygli þar sem hún ók gegn rauðu ljósi yfir gatnamót.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×