Innlent

Fáir sem greiða einungis fjármagnstekjuskatt

Af þeim tæplega 2.400 einstaklingum sem ekki hafa aðrar tekjur en fjármagnstekjur greiða einungis 116 einhvern fjármagnstekjuskatt. Megnið af þessum einstaklingum eða tæplega 90 prósent voru með minna en 50 þúsund krónur í fjármagnstekjur á síðasta ári.

 

Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér frétt um fjármagnstekjur þar sem framangreint kemur m.a. fram. Segir ráðuneytið þetta gert sökum þess að margoft hafi verið fullyrt í fjölmiðlum að undanförnu að ríkið sitji eitt að fjármagnstekjum hátt á þriðja þúsund manns sem ekki hafi aðrar tekjur en fjármagnstekjur. Að stórum hluta er um ungt fólk að ræða sem ekki er á vinnumarkaði

Fram kemur í frétt ráðuneytisins að 2.270 einstaklinganna eða 95 prósent hópsins hafi haft minna en eina milljón krónur í fjármagnstekjur á síðasta ári.

Hvað hjón varðar var fjölddi þeirra sem ekki hafði neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur alls 150. Af þeim voru 85 hjón með minna en 100 þúsund kr. í fjármagnstekjur og 92 þeirra með minna en eina milljón kr. Einungs 51 hjón úr þessum hópi greiða einhvern fjármagnstekjuskatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×