Innlent

Björgunarsveitarbíll á bólakaf

Frá Langasjó.
Frá Langasjó.

Björgunarsveitin Kyndill á Klaustri, missti bíl sinn við Langasjó, Fjallabaksleið nyrðri, er verið var að setja bát á flot til að aðstoða ferðamenn yfir vatnið í síðustu viku. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli kemur fram að ökumaður björgunarsveitarbílsins hafi náð að forða sér út áður en bifreiðin sökk á bólakaf í sandinn.

Formaður björgunarsveitarinnar vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann. Að sögn lögreglu mun sveitin að öllum líkindum fá nýja bifreið í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×