Fyrsta útsendingin í fjögur ár 10. ágúst 2007 05:00 Sighvatur Jónsson og Ásgeir Páll Ágústsson eru gamlir vinir úr bransanum en höfðu aldrei unnið saman fyrr en um helgina. MYND/valli „Mig langaði að prófa að taka í útvarpið aftur og sá þessa möguleika um verslunarmannahelgina. Ég bauð því fram krafta mína,“ segir útvarpsmaðurinn gamalkunni, Sighvatur Jónsson, gjarnan þekktur úr fyrri tíð sem Hvati, en hann settist aftur fyrir framan hljóðnemann á Bylgjunni um helgina og stjórnaði vaktinni um verslunarmannahelgina ásamt góðvini sínum Ásgeiri Páli Ágústssyni. Fjögur ár eru liðin frá því að síðast heyrðist í Sighvati í útvarpinu en á sínum tíma starfaði hann á hinum ýmsu útvarpsstöðvum sem dagskrárgerðarmaður og tæknimaður. Hann hefur búið í Danmörku síðustu ár og stundað nám en starfar á fréttastofu Stöðvar 2 í sumar. „Þetta var orðinn dágóður tími en var fljótt að rifjast upp. Ég hafði ofsalega gaman af þessu,“ segir Sighvatur. Hann og Ásgeir Páll voru í loftinu frá 12 til 17 á laugardag og sunnudag og frá 14 til 19 á mánudag, eða alls í 15 tíma. Verslunarmannahelgarvaktin er alræmd meðal útvarpsmanna en þeir félagar þóttu standa sig með miklum ágætum og var að minnsta kosti enginn skortur á gríni og glensi. „Það var vissulega mikið hlegið en það ber að athuga að það þarf ekki beint að kreista hláturinn upp úr Ásgeiri. Svo er hann með líka með svo ferlega smitandi hlátur,“ segir Sighvatur. Ásgeir Páll ber Sighvati vel söguna og segir hann engu hafa gleymt. „Hvati hefur mikla hæfileika í þessum fræðum og fyrir utan að búa yfir þægilegri rödd og skemmtilegri nálgun þá er hann svo tæknilega klár. Við gömlu hundarnir höfðum því mjög gott af því að vinna saman um helgina og læra hvor af hinum.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Mig langaði að prófa að taka í útvarpið aftur og sá þessa möguleika um verslunarmannahelgina. Ég bauð því fram krafta mína,“ segir útvarpsmaðurinn gamalkunni, Sighvatur Jónsson, gjarnan þekktur úr fyrri tíð sem Hvati, en hann settist aftur fyrir framan hljóðnemann á Bylgjunni um helgina og stjórnaði vaktinni um verslunarmannahelgina ásamt góðvini sínum Ásgeiri Páli Ágústssyni. Fjögur ár eru liðin frá því að síðast heyrðist í Sighvati í útvarpinu en á sínum tíma starfaði hann á hinum ýmsu útvarpsstöðvum sem dagskrárgerðarmaður og tæknimaður. Hann hefur búið í Danmörku síðustu ár og stundað nám en starfar á fréttastofu Stöðvar 2 í sumar. „Þetta var orðinn dágóður tími en var fljótt að rifjast upp. Ég hafði ofsalega gaman af þessu,“ segir Sighvatur. Hann og Ásgeir Páll voru í loftinu frá 12 til 17 á laugardag og sunnudag og frá 14 til 19 á mánudag, eða alls í 15 tíma. Verslunarmannahelgarvaktin er alræmd meðal útvarpsmanna en þeir félagar þóttu standa sig með miklum ágætum og var að minnsta kosti enginn skortur á gríni og glensi. „Það var vissulega mikið hlegið en það ber að athuga að það þarf ekki beint að kreista hláturinn upp úr Ásgeiri. Svo er hann með líka með svo ferlega smitandi hlátur,“ segir Sighvatur. Ásgeir Páll ber Sighvati vel söguna og segir hann engu hafa gleymt. „Hvati hefur mikla hæfileika í þessum fræðum og fyrir utan að búa yfir þægilegri rödd og skemmtilegri nálgun þá er hann svo tæknilega klár. Við gömlu hundarnir höfðum því mjög gott af því að vinna saman um helgina og læra hvor af hinum.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira