Lífið

Baggalútsmenn taka þátt í að skrifa Áramótaskaupið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bragi V. Skúlason.
Bragi V. Skúlason.

Baggalútsmennirnir Bragi Skúlason og Guðmundur Pálsson eru á meðal handritshöfunda Áramótaskaupsins í ár.

„Við erum í raun bara leigupennar. Það eru bara við tveir úr Baggalútsteyminu sem komum að þessu og þetta tengist Baggalúti í sjálfu sér ekki neitt," segir Bragi, en ásamt þeim munu Ragnar Bragason leikstjóri, Jón Gnarr og Jóhann Ævar Grímsson skrifa handritið að Skaupinu.

„Við Guðmundur verðum bara tveir í okkar horni. Síðustu tökur á Skaupinu verða í desember og þá kemur í ljós hvað Ragnar vill nota af þessu," segir Bragi. Eftirvæntingin eftir Skaupinu er mikil enda er Ragnar Bragason rísandi stjarna og hlaut meðal annars sex Edduverðlaun á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.