Lífið

Ingibjörg í svörtum brúðarkjól

MYND/Fréttablaðið

Ingibjörg Pálmadóttir mun klæðast svörtum kjól eftir Karl Lagerfeld í brúðkaupi sínu og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á morgun.

Hönnuðurinn er nágranni Ingibjargar og Jóns í New York. Samkvæmt heimildum Vísis bankaði Ingibjörg sjálf upp á hjá hönnuðinum og bað hann að hanna á sig svartan brúðarkjól, en svartur er uppáhalds litur Ingibjargar. Simbi hjá Jóa og félögum sér um hárgreiðsluna, enda í miklu uppáhaldi hjá Ingibjörgu.

Lagerfeld er einn frægasti hönnuður heims og hefur hannað fyrir tískuhús á borð við Chloé, Fendi og Chanel, auk þess að vera með sína eigin fatalínu. Þá hefur hann hannað föt fyrir tónleikaferðalög stjarna á borð við Madonnu, Kylie Minogue og Mariuh Carey.

Maturinn í veislunni verður af sama gæðaflokki og fötin, en Nobu mun sjá um veitingarnar. Það er einmitt sami staður og sá um veitingarnar í fimmtugsafmæli auðkýfingsins Ólafs Ólafssonar forstjóra Samskipa um árið.

Nobu er veitingastaðakeðja japanska kokksins Nobuyuki "Nobu" Matsuhisa. Hann er einn af frumkvöðlum svokallaðrar fusion matargerðar, en hann blandar saman hefðbundnum japönskum réttum og suður-amerískum hráefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.