Lífið

Með heróín í blóði vegna óbeinna reykinga

MYND/Getty

Thom Stone, umboðsmaður Amy Winehouse hefur sagt starfi sínu lausu eftir að læknir fann heróín í blóði hans. Þangað komst það ekki eftir hefðbundum leiðum, heldur rekur hann það til þess að hafa andað að sér reyk frá poppstjörnunni drykkfelldu.

Haft er eftir vini Stone í Sun dagblaðinu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á fylleríinu og ruglinu í kringum Winehouse og eiginmanninn, Blake Fielder-Civil. Sukkið á dívunni hefði verið svo mikið að hann hefði verið með hjartað í buxunum fyrir hverja tónleika yfir því hvort hún myndi yfirhöfuð komast upp á svið.

Vinir Winehouse segja hinsvegar að parið hafi haldið að Stone væri að grínast þegar hann sýndi þeim læknisvottorð vegna heróínsins. Þeim hafi hvort eð er ekkert komið of vel saman, og hafi verið að bíða eftir því að losna við umboðsmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.