Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er búinn að selja Benz ML 350 jeppann sinn sem var ein af þremur Benz bifreiðum sem hann átti í safninu. Björn er mjög hrifinn af Benz bílum og veitti Vísir því eftirtekt í lok sumars að hann var með þrjá slíka í heimreiðinni hjá sér. Þetta voru jeppi, fólksbíll og auk þess sjálf ráðherrabifreiðin.
Björn sagði í svari við fyrirspurn Vísis um málið að vandinn við að kynnast Mercedes Benz væri sá að menn vilji helst ekki aka öðrum bílum á eftir. Hann sagðist þó í leiðinni vera að leita að kaupanda að vel förnum Benz-jeppa, árgerð 2003.
Vísir innti Björn nýlega eftir því hvernig hefði gengið að selja og sagði hann bílinn hafa selst samstundis eftir að fréttin birtist á Vísi, „enda góður bíll og verðið sanngjarnt," bætti hann við.