Grínistinn Eddie Murphy hefur trúlofast kærustu sinni til tíu mánaða, Tracey Edmonds. Trúlofunarhringurinn var ekkert slor, með risavöxnum átta karata gulum demanti.
Edmonds, sem er forstjóri kvikmyndafyrirtækisins ,,Our Stories" er fyrrverandi eiginkona söngvarans Babyface, og á með honum tvo syni. Murphy skildi snemma á síðasta ári við eiginkonu sína til tólf ára. Þau áttu fimm börn saman.
Murphy tók stuttu seinna saman við óttalega kryddið og fyrrverandi tengdadóttur Íslands, Mel B. Með henni eignaðist hann svo nýverið barn, en neitaði að gangast við því fyrr en faðernið var sannað með DNA prófi.
Eddie Murphy trúlofast
