Lífið

Þýsk yfirvöld gefa framleiðendum Valkyrie grænt ljós

Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að leyfa Tom Cruise og tökuliði hans sem vinnur að gerð myndarinnar Valkyrie að mynda á aftökusað ofurstans Claus von Stauffenberg. Hingað til hafa yfirvöld ekki viljað gefa leyfið þar sem menn voru hræddir um að virðing staðarins væri í húfi. Framleiðendur Valkyrie hafa nú fengið leyfi til að mynda á staðnum með því skilyrði að þeir sýni eftirstríðsárin í Þýskalandi í jákvæðu ljósi.

Í myndinni leikur Cruise Stauffenberg sem var tekinn af lífi árið 1944 fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða nasistaforingjann Adolf Hitler.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.