Lífið

Cowell býðst til að hjálpa Britney aftur á toppinn

Britney stóð sig eins og alkunna er með eindæmum illa þegar hún flutti opnunaratriðið á MTV-verðlaunahátíðinni
Britney stóð sig eins og alkunna er með eindæmum illa þegar hún flutti opnunaratriðið á MTV-verðlaunahátíðinni MYND/Getty

Fyrr í vikunni lét American Idol dómarinn, Simon Cowell, hafa það eftir sér að Britney Spears hefði farið langleiðina með að eyðileggja feril sinn með frammistöðu sinni á MTV-verðlaunahátíðinni um síðustu helgi. Nú hefur hann skipt um skoðun og býðst sjálfur til að aðstoða söngkonuna við að komast aftur á toppinn.

Cowell segir að hann og hinir dómararnir í American Idol séu sannfærðir um að þeir geti hjálpað Britney að endurheimta hæfileika sína. "Okkur er alvara. Við höfum í hyggju að kaupa handa henni nærbuxur og losa hana við heimsku vinina. Britney nýtur gífurlegrar athygli um þessar mundir og hún getur snúið henni sér í hag."

Cowll réttir fram hjálparhöndMYND/Getty

Meðdómari Cowells, Randy Jackson, segir þá félaga vilja taka Britney að sér. "Við getum gert hana að stórstjörnu á ný."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.