Lífið

Tommy Lee hættur í Motley Crue

MYND/Getty

Tommy Lee er hættur í hljómsveit sinni Motley Crue. Ekki er ljóst hvaða ástæða liggur þar að baki en Tommy hefur verið töluvert í sviðsljósinu þessa viku. Hann lenti í slag við Kid Rock á MTV-verðlaunahátíðinni á sunnudag en þeir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið giftir ofurbombunni Pamelu Anderson.

Rokkararnir hafa lengi verið ósáttir en upp úr sauð þegar Pamela, sem var kynnir á hátíðinni, settist í kjöltu Tommys og gerði sér dælt við hann. Eftir orðaskak réðst Kid Rock á Tommy en athygli vakti að honum var ekki hent út heldur var Tommy dreginn í burtu af öryggisvörðum. Í kjölfarið þurfti svo Tommy að biðja Aliciu Keys afsökunar á því að trufla atriði hennar en slagsmálin brutust út á meðan hún tróð upp á sviðinu.

Pamela var fönguleg að vanda og stóð sig með ágætum sem kynnir þrátt fyrir lætin í fyrrverandi eiginmönnunumMYND/Getty

Rock sagði frá því í útvarpsviðtali í kjölfar atviksins að hann og Lee hefðu verið ósáttir í fimm ár. "Ég var síðast í sambandi við hann þegar við Pamela gengum skilnaðinn okkar. Í kjölfarið fór hann að senda mér ruddaleg skilaboð í gegnum tölvupóst. Ég sé ekki eftir því að hafa lamið hann. Ég gerði það sem allir í mínum sporum myndu gera."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.