Lífið

Brigitte Nielsen í meðferð

Leikkonan og fyrirsætan Brigitte Nielsen sannar að það eru ekki bara tvítug nýstirni sem fara í meðferð. Fyrrverandi frú Stallone skráði sig fyrir nokkrum vikum í áfengismeðferð á stofnun í Hollywood og líkur henni á næstu dögum.  Nielsen varð 44 ára á sunnudaginn var.

Að sögn National Enquirer hafði fimmti eiginmaður hennar, hinn fimmtán árum yngri ítali Mattia Dessi, lagt hart að henni að fara í meðferð. Hann er fimmti eiginmaður stjörnunnar, en hún var áður meðal annars gift hasarhetjunni Sylvester Stallone.

Brigitte Nielsen varð fræg a níunda áratugnum fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Rocky IV og Beverly Hills Cop.

Steven Tampone, umboðsmaður Nielsen, sagði við AP fréttastofuna að hann væri mjög stoltur af leikkonunni, og að þau myndu halda risa afmælisveislu þegar hún slyppi út, þar sem eingöngu yrði skálað í Coca-Cola





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.