Lífið

Söngvari Stereophonics særður eftir slagsmál

MYND/Getty

Kelly Jones, söngvari velsku hljómsveitarinnar Stereophonics, dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að til handalögmála kom á milli hans og öryggisvarðar fyrir utan næturklúbb í London

Jones sem hlaut djúpan skurð á hendi hafði fyrr um kvöldið komið fram á Vodafone Live tónlistarverðlaunahátíðinni á Earls Court og heimsótti að þeim loknum næturklúbbinn Amika. Af einhverjum ástæðum kom til háfaðarifrilda milli hans og öryggisvarðar sem endaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Hljómsveitin hefur í kjölfarið þurft að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Cambridge.

Stereophonics sem er frá suður Wales hefur sent frá sér lög á borð við Have a Nice Day og Dakota og er um þessar mundir að kynna smáskífuna It Means Nothing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.