Hverjir eiga stjórnarskrána 12. mars 2007 05:00 Undanfarið hefur Framsóknarflokkurinn boðið þjóðinni upp á merkilegt sjónarspil. Rétt fyrir þinglok er rokið upp til handa og fóta og Sjálfstæðisflokkurinn krafinn efnda um ákveðnar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er gert í krafti stjórnarsáttmála sem gerður var fyrir fjórum árum og þrátt fyrir að sérstök stjórnarskrárnefnd undir formennsku framsóknarmanns hafi verið að störfum. Í ofanálag skulum við einnig minnast þess að Framsóknarflokkurinn hafði forsætisráðuneytið um tíma og hefur því haft næg tækifæri til að leiða málið til lykta með eðlilegum hætti. Stjórnarandstaðan hefur séð sér leik á borði og boðið Framsóknarflokknum upp á samstarf í málinu. Stjórnarflokkarnir sömdu á endanum sín á milli um málið, án þess að ráðfæra sig við aðra flokka. Hvernig sem á málið er litið þá er hér gengið þvert á allar hefðir við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hingað til hefur verið lögð áhersla á samstöðu flokka um breytingar á stjórnarskránni. Með því að setja málið í stjórnarsáttmála var gefið í skyn að flokkarnir tveir gerðu upp um málið sín á milli, án þátttöku stjórnarandstöðunnar. Út af fyrir sig má segja að áherslan á algjöra samstöðu flokka orki tvímælis, breytingar á stjórnarskránni verða að geta átt sér stað án þess að allir samþykki. Slíkt er þó vart réttlætanlegt án þess að reynt hafi verið að ná samkomulagi flokkanna allra, áður en einstaka flokkar semja sín á milli um breytingar. Hvernig sem flokkarnir haga sér í þessu efni verður þó að gera eina ófrávíkjanlega kröfu til þeirra: tillaga um breytingu á stjórnarskránni verður að koma fram það tímanlega að almenningur geti rætt málið og komið fram athugasemdum. Ummæli fræðimanna síðustu dagana benda eindregið til þess að umrætt mál sé öllu flóknara en í fyrstu mætti ætla, og því óeðlilegt að gera ráð fyrir því að almenningur myndi sér skoðun án almennrar umræðu í samfélaginu. Framsóknarflokkurinn - og ýmsir aðrir flokkar raunar einnig - virðast hafa gleymt því hverjir eiga stjórnarskrána. Sú hugmynd að afgreiða stjórnarskrárbreytingu á nokkrum dögum fyrir þinglok er lítilsvirðing við almenning í landinu. Samkomulag á næturfundum milli stjórnarflokkanna um breytingar á stjórnarskránni er atburður án fordæmis og boðar ekki gott um stjórnarskrárbreytingar í framtíðinni. Framsóknarflokkinn hefur sett niður og viðhorf formanns flokksins til stjórnarskrárbreytinga bera vott um þröngan og heldur vanþróaðan skilning á lýðræðinu. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Framsóknarflokkurinn boðið þjóðinni upp á merkilegt sjónarspil. Rétt fyrir þinglok er rokið upp til handa og fóta og Sjálfstæðisflokkurinn krafinn efnda um ákveðnar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er gert í krafti stjórnarsáttmála sem gerður var fyrir fjórum árum og þrátt fyrir að sérstök stjórnarskrárnefnd undir formennsku framsóknarmanns hafi verið að störfum. Í ofanálag skulum við einnig minnast þess að Framsóknarflokkurinn hafði forsætisráðuneytið um tíma og hefur því haft næg tækifæri til að leiða málið til lykta með eðlilegum hætti. Stjórnarandstaðan hefur séð sér leik á borði og boðið Framsóknarflokknum upp á samstarf í málinu. Stjórnarflokkarnir sömdu á endanum sín á milli um málið, án þess að ráðfæra sig við aðra flokka. Hvernig sem á málið er litið þá er hér gengið þvert á allar hefðir við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hingað til hefur verið lögð áhersla á samstöðu flokka um breytingar á stjórnarskránni. Með því að setja málið í stjórnarsáttmála var gefið í skyn að flokkarnir tveir gerðu upp um málið sín á milli, án þátttöku stjórnarandstöðunnar. Út af fyrir sig má segja að áherslan á algjöra samstöðu flokka orki tvímælis, breytingar á stjórnarskránni verða að geta átt sér stað án þess að allir samþykki. Slíkt er þó vart réttlætanlegt án þess að reynt hafi verið að ná samkomulagi flokkanna allra, áður en einstaka flokkar semja sín á milli um breytingar. Hvernig sem flokkarnir haga sér í þessu efni verður þó að gera eina ófrávíkjanlega kröfu til þeirra: tillaga um breytingu á stjórnarskránni verður að koma fram það tímanlega að almenningur geti rætt málið og komið fram athugasemdum. Ummæli fræðimanna síðustu dagana benda eindregið til þess að umrætt mál sé öllu flóknara en í fyrstu mætti ætla, og því óeðlilegt að gera ráð fyrir því að almenningur myndi sér skoðun án almennrar umræðu í samfélaginu. Framsóknarflokkurinn - og ýmsir aðrir flokkar raunar einnig - virðast hafa gleymt því hverjir eiga stjórnarskrána. Sú hugmynd að afgreiða stjórnarskrárbreytingu á nokkrum dögum fyrir þinglok er lítilsvirðing við almenning í landinu. Samkomulag á næturfundum milli stjórnarflokkanna um breytingar á stjórnarskránni er atburður án fordæmis og boðar ekki gott um stjórnarskrárbreytingar í framtíðinni. Framsóknarflokkinn hefur sett niður og viðhorf formanns flokksins til stjórnarskrárbreytinga bera vott um þröngan og heldur vanþróaðan skilning á lýðræðinu. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar