Lífið

Stökkbreyttar kýr framleiða léttmjólk

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Vísindamenn líftæknifyrirtækisins ViaLactica reyna nú að rækta hjörð kúa sem framleiðir léttmjólk.

Kýrin Marge uppgötvaðist árið 2001 við rannsóknir á Kúastofni á Nýja-Sjálandi. Stökkbreyttur litningur veldur því að mjólk hennar inniheldur aðeins 1 prósent fitu, en venjuleg mjólk er um 3.5 prósent feit.

Auk þess að mjólkin sé náttúrulega fitusnauð er hún rík af ómega 3 fitusýrum sem eru taldar góðar fyrir hjartað. Þá vonast vísindamennirnir til að þetta háa hlutfall ómettaðrar fitu muni skila smjöri sem verður auðsmyrjanlegt beint úr ísskáp.

Kálfar Marge framleiða líka fitusnauða mjólk, sem þýðir að litningurinn er ráðandi, sagði Russells Snells, vísindamaður hjá Vialactica.

Vísindamennirnir hafa ekki komist að því nákvæmlega hvað það er sem veldur fituskortinum en vonast þó til að náttúruleg léttmjólk og mjúkt smjör verði komin á markað um 2011





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.