Innlent

Mótmæla breytingum á leiðarkerfi S5

MYND/VG

Þjónusta við íbúa Árbæjarhverfis mun skerðast verulega gangi boðaðar breytingar á leiðarkerfi hraðleiðar Strætó bs. númer S5 eftir. Þetta kemur fram í bókun sem fulltrúar Samfylkingar og Frjálslynda flokksins hafa lagt fram í borgarstjórn. Þeir segja einboðið að breytingarnar bitni fyrst og fremst á námsmönnum.

Í bókun fulltrúa Samfylkingar og Frjálslynda flokksins kemur fram að sú ákvörðun að láta hraðleið S5 keyra framvegis um Sæbraut í stað Miklubrautar bitni verst á námsmönnum búsettum í Árbænum. Breytingarnar þýði að skorið sé á allar beinar tengingar við helstu skóla á höfuðborgarsvæðinu.

Þá lýsa fulltrúar flokkanna yfir furðu að ekki hafi verið haft samráð við Hverfisráð Árbæjar þegar breytingarnar voru ákveðnar en ráðið mótmælti harðlega þegar Strætó bs. hugðist leggja niður hraðleið S5 síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×