Lífið

Drottningin heiðrar House

Óli Tynes skrifar
Hugh Laurie.
Hugh Laurie. MYND/AP

Elísabet Englandsdrottning hefur heiðrað breska leikarann Hugh Laurie með því að veita honum OBE orðuna. OBE stendur fyrir Order of the Birtish Empire. Laurie hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum um doktor Gregory House; skapstirðan snilling í læknavísindum. Fyrir leik sinn í þeim þáttum hefur hann hlotið tvenn Golden Globe verðlaun.

Síðustu tuttugu árin og rúmlega það hefur Hugh Laurie hinsvegar verið einn af vinsælustu gamanleikurum Bretlands. Sjónvarpsþáttaröðin "Jeeves og Wooster," sló öll áhorfsmet í Bretlandi á sínum tíma.

Þættirnir voru gerðir eftir sögum P.G. Woodhouse um hinn vitgranna spjátrung Bertie Wooster og hinn ráðagóða þjón hans Jeeves. Það var snillingurinn Stephen Fry sem lék Jeeves.

Hugh Laurie sem nú er 47 ára gamall eyðir nú mestum tíma sínum í Los Angeles, þar sem þættirnir um dr. House eru teknir upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.