Innlent

Rekstrarstjórn DV og Birtings sameinuð

Elín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings og DV.
Elín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings og DV. MYND/Birtingur

Útgáfufélag DV og útgáfufélagið Birtingur hafa verið sett undir sameiginlega rekstrarstjórn af því er fram kemur í tilkynningu frá Birtingi. Þar segir ennfremur að ekki sé um sameiningu félaganna að ræða heldur rekstrarlega hagræðingur. Þá mun Elín Ragnarsdóttir , framkvæmdastjóri Birtings, verða framkvæmdastjóri beggja félaga.

Samkvæmt tilkynningunni verða markaðsmál, dreifing, sala, bókhald og fleiri þættir settir undir sameiginlega stjórn. Um frekari sameiningu sé hins vegar ekki að ræða.

Birtingur útgáfufélag gefur út tímaritin Vikuna, Séð og Heyrt, Mannlíf, Ísafold, Nýtt Líf, Söguna Alla, Gestgjafann, Hús og Híbýli og Golfblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×