Innlent

Lögreglan boðar viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgi

Lögreglan hvetur fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir.
Lögreglan hvetur fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. MYND/HJ

Fylgst verður grannt með íbúarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu um næstu helgi til að koma í veg fyrir innbrot. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni sem boðar viðamikið eftirlit um næstu helgi. Fólk er hvatt til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er boðað viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina. Kappkostað verður að umferðin til og frá höfuðborgarsvæoðinu gangi greiðlega fyrir sig og þá mun lögreglan haldi úti öflugu eftirliti í öllum hverfum. Verða til þess notaðir bæðir merktir og ómerktir bílar.

Þá hvetur lögreglan fólk sem ætlar sér í ferðalag um helgina að ganga tryggilega frá heimilum sínum og biðja nágranna um að líta eftir húsnæði. Fólk er ennfremur hvatt til að láta vita um grunsamlega mannaferðir og skiptir þá máli að sögn lögreglu að fá lýsingar á mönnum og bifreiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×