Innlent

Tveir ökuþórar teknir í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á fertugsaldri fyrir að aka bifhjóli á 166 kílómetra hraða á Miklubraut. Maðurinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða en hámarkshraði á þeim kafla þar sem hann var tekinn er 60 kílómetrar á klukkustund.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur maðurinn áður verið tekinn fyrir hraðakstur.

Skömmu áður var svo annar bifhjólamaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut en sá ók á 141 kílómetra hraða á klukkustund. Þar var einnig um að ræða karlmann á fertugsaldri sem líka hefur verið staðinn að hraðakstri áður.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×