Innlent

Ekið á tvö börn með stuttu millibili

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sjúkraflutningamenn vilja að ökumenn sýni aðgætni þar sem börn eru að leik.
Sjúkraflutningamenn vilja að ökumenn sýni aðgætni þar sem börn eru að leik. Mynd/ Hari
Ekið var á barn á hjóli við Holtsbúð í Garðabæ rétt fyrir klukkan 11 í morgun. Sjúkraflutningamenn voru kvaddir á staðinn en ekki er ljóst hvort barnið hafi slasast alvarlega. Ekið var á annað barn í Staðarhverfinu í Grafarvogi eftir hádegi í gær og var barnið flutt á bráðamótttöku Landspítala - Háskólasjúkrahúss. Ekki fengust upplýsingar um það frá bráðamóttöku hversu alvarlega slasað barnið væri.

Sjúkraflutningamenn vilja brýna það fyrir ökumönnum að sýna aðgætni og virða hraðatakmörk í íbúðargötum þar sem börn eru að leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×