Innlent

Bush bannar aðstoðarmanni sínum að bera vitni

George Bush ásamt Karl Rovefyrrvefrandi aðstoðarmanni sínum.
George Bush ásamt Karl Rovefyrrvefrandi aðstoðarmanni sínum. Mynd/ AP

George Bush Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað fyrrum aðstoðarmanni sínum, Karl Rove, að bera ekki vitni fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings um uppsagnir átta saksóknara. Nefnd á vegum öldungadeildarinnar rannsakar nú hvort þeim hafi verið sagt upp af pólitískum ástæðum. Stjórn Bush heldur því fram að brottreksturinn hafi verið réttlætanlegur. Lögmaður Hvíta hússins, Fred Fielding, segir að Rove sé friðhelgur í málum sem snertu starf hans fyrir forsetann og þyrfti hann því ekki að bera vitni. Rove átti koma fram fyrir öldungadeildina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×