Innlent

Verðbólgan mælist 6,6%

Vísitala neysluverðs í júlí 2007 hækkaði um 0,22% frá fyrra mánuði, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,8% en breytingin undanfarna þrjá mánuði svarar til 6,6% ársverðbólgu.

Samræmd neysluverðsvísitala EES á Íslandi í júní hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði en var óbreytt frá fyrra mánuði í EES ríkjunum. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði vísitalan um 3,0% á Íslandi og um 2,0% að meðaltali í EES ríkjum. Vísitala byggingarkostnaðar í júlí hækkaði um 0,30% frá fyrra mánuði og er 6,4% hærri en í júlí 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×