Útvarpsstjóri sakaður um að vera missaga 16. janúar 2007 10:54 Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn. Ögmundur sagði Pál í grein sinni í gær gera að því skóna að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu fylgjandi frumvarpinu en það sé hins vegar rangt. Fréttaflutningur RÚV af Gallupkönnun sem gerð var um hvort þjóðin væri fylgjandi frumvarpinu hefði einnig verið villandi þar sem ekki hefði verið fjallað um þann tæpa þriðjung sem ekki tók afstöðu. Heitar umræður voru einnig undir liðnum Um fundarstjórn forseta en þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá svör frá forseta þingsins um hvernig tilhögun funda yrði í vikunni. Um það hefðu ekki fengist nein skýr svör. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í tilkynningu frá forstöðumanni nefndarsviðs Alþingis þar sem fram kom að fastir fundartímar nefnda á þingi myndu raskast vegna tilhögun þingfunda. Óskaði hann eftir upplýsingum hver tilhögun þingfunda yrði í vikunni. Jafnframt sakaði hann forseta þingsins, Sólveigu Pétursdóttur, um að setja herlög á þingi til að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið í gegnum þingið. Þá sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að augljóst væri að ríkisttjórninni lægi svo mikið á í málinu að neyðarástand ríkti í þinginu. Spurði hann jafnframt hvort ræða ætti við þingflokksformenn um fundahald á næstunni. Sólveig Pétursdótti, forseti Alþingis, vísaði til samkomulags stjórnar og stjórnarandstöðu frá því fyrir jól, að þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið yrði frestað fram yfir áramót, þing kæmi aftur saman degi fyrr en áætlað var og að fyrsta mál yrði þriðja umræða um frumvarpið. Undir þetta tók Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og lagði til að umræður um frumvarpið héldu áfram. Sagði hún þingforseta hafa haft fullt samráð við þingflokksformenn. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson úr Vinstri - grænum mótmæltu því að samkomulagið hefði náð svo langt að nefndarfundum og fyrirspurnartímum yrði vikið til hliðar til að samþykkja RÚV-frumvarpið. Sagði Ögmundur að samkomulagið fyrir jól hefði snúist um um að fresta þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið og greiða fyrir öðrum þingmálum og að koma einum degi fyrr til starfa til þings eftir áramót. Hins vegar hafi hann heyrt af ásetningi ríkisstjórnarinnar um að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst en benti á að stjórnarandstaðan væri áfram á móti frumvarpinu. Ekkert samkomulag hafi orðið um að stjórnarandstaðan legði blessun sína yfir frumvarpið. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn. Ögmundur sagði Pál í grein sinni í gær gera að því skóna að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu fylgjandi frumvarpinu en það sé hins vegar rangt. Fréttaflutningur RÚV af Gallupkönnun sem gerð var um hvort þjóðin væri fylgjandi frumvarpinu hefði einnig verið villandi þar sem ekki hefði verið fjallað um þann tæpa þriðjung sem ekki tók afstöðu. Heitar umræður voru einnig undir liðnum Um fundarstjórn forseta en þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá svör frá forseta þingsins um hvernig tilhögun funda yrði í vikunni. Um það hefðu ekki fengist nein skýr svör. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í tilkynningu frá forstöðumanni nefndarsviðs Alþingis þar sem fram kom að fastir fundartímar nefnda á þingi myndu raskast vegna tilhögun þingfunda. Óskaði hann eftir upplýsingum hver tilhögun þingfunda yrði í vikunni. Jafnframt sakaði hann forseta þingsins, Sólveigu Pétursdóttur, um að setja herlög á þingi til að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið í gegnum þingið. Þá sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að augljóst væri að ríkisttjórninni lægi svo mikið á í málinu að neyðarástand ríkti í þinginu. Spurði hann jafnframt hvort ræða ætti við þingflokksformenn um fundahald á næstunni. Sólveig Pétursdótti, forseti Alþingis, vísaði til samkomulags stjórnar og stjórnarandstöðu frá því fyrir jól, að þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið yrði frestað fram yfir áramót, þing kæmi aftur saman degi fyrr en áætlað var og að fyrsta mál yrði þriðja umræða um frumvarpið. Undir þetta tók Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og lagði til að umræður um frumvarpið héldu áfram. Sagði hún þingforseta hafa haft fullt samráð við þingflokksformenn. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson úr Vinstri - grænum mótmæltu því að samkomulagið hefði náð svo langt að nefndarfundum og fyrirspurnartímum yrði vikið til hliðar til að samþykkja RÚV-frumvarpið. Sagði Ögmundur að samkomulagið fyrir jól hefði snúist um um að fresta þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið og greiða fyrir öðrum þingmálum og að koma einum degi fyrr til starfa til þings eftir áramót. Hins vegar hafi hann heyrt af ásetningi ríkisstjórnarinnar um að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst en benti á að stjórnarandstaðan væri áfram á móti frumvarpinu. Ekkert samkomulag hafi orðið um að stjórnarandstaðan legði blessun sína yfir frumvarpið.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira