Útvarpsstjóri sakaður um að vera missaga 16. janúar 2007 10:54 Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn. Ögmundur sagði Pál í grein sinni í gær gera að því skóna að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu fylgjandi frumvarpinu en það sé hins vegar rangt. Fréttaflutningur RÚV af Gallupkönnun sem gerð var um hvort þjóðin væri fylgjandi frumvarpinu hefði einnig verið villandi þar sem ekki hefði verið fjallað um þann tæpa þriðjung sem ekki tók afstöðu. Heitar umræður voru einnig undir liðnum Um fundarstjórn forseta en þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá svör frá forseta þingsins um hvernig tilhögun funda yrði í vikunni. Um það hefðu ekki fengist nein skýr svör. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í tilkynningu frá forstöðumanni nefndarsviðs Alþingis þar sem fram kom að fastir fundartímar nefnda á þingi myndu raskast vegna tilhögun þingfunda. Óskaði hann eftir upplýsingum hver tilhögun þingfunda yrði í vikunni. Jafnframt sakaði hann forseta þingsins, Sólveigu Pétursdóttur, um að setja herlög á þingi til að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið í gegnum þingið. Þá sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að augljóst væri að ríkisttjórninni lægi svo mikið á í málinu að neyðarástand ríkti í þinginu. Spurði hann jafnframt hvort ræða ætti við þingflokksformenn um fundahald á næstunni. Sólveig Pétursdótti, forseti Alþingis, vísaði til samkomulags stjórnar og stjórnarandstöðu frá því fyrir jól, að þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið yrði frestað fram yfir áramót, þing kæmi aftur saman degi fyrr en áætlað var og að fyrsta mál yrði þriðja umræða um frumvarpið. Undir þetta tók Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og lagði til að umræður um frumvarpið héldu áfram. Sagði hún þingforseta hafa haft fullt samráð við þingflokksformenn. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson úr Vinstri - grænum mótmæltu því að samkomulagið hefði náð svo langt að nefndarfundum og fyrirspurnartímum yrði vikið til hliðar til að samþykkja RÚV-frumvarpið. Sagði Ögmundur að samkomulagið fyrir jól hefði snúist um um að fresta þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið og greiða fyrir öðrum þingmálum og að koma einum degi fyrr til starfa til þings eftir áramót. Hins vegar hafi hann heyrt af ásetningi ríkisstjórnarinnar um að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst en benti á að stjórnarandstaðan væri áfram á móti frumvarpinu. Ekkert samkomulag hafi orðið um að stjórnarandstaðan legði blessun sína yfir frumvarpið. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn. Ögmundur sagði Pál í grein sinni í gær gera að því skóna að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu fylgjandi frumvarpinu en það sé hins vegar rangt. Fréttaflutningur RÚV af Gallupkönnun sem gerð var um hvort þjóðin væri fylgjandi frumvarpinu hefði einnig verið villandi þar sem ekki hefði verið fjallað um þann tæpa þriðjung sem ekki tók afstöðu. Heitar umræður voru einnig undir liðnum Um fundarstjórn forseta en þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá svör frá forseta þingsins um hvernig tilhögun funda yrði í vikunni. Um það hefðu ekki fengist nein skýr svör. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í tilkynningu frá forstöðumanni nefndarsviðs Alþingis þar sem fram kom að fastir fundartímar nefnda á þingi myndu raskast vegna tilhögun þingfunda. Óskaði hann eftir upplýsingum hver tilhögun þingfunda yrði í vikunni. Jafnframt sakaði hann forseta þingsins, Sólveigu Pétursdóttur, um að setja herlög á þingi til að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið í gegnum þingið. Þá sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að augljóst væri að ríkisttjórninni lægi svo mikið á í málinu að neyðarástand ríkti í þinginu. Spurði hann jafnframt hvort ræða ætti við þingflokksformenn um fundahald á næstunni. Sólveig Pétursdótti, forseti Alþingis, vísaði til samkomulags stjórnar og stjórnarandstöðu frá því fyrir jól, að þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið yrði frestað fram yfir áramót, þing kæmi aftur saman degi fyrr en áætlað var og að fyrsta mál yrði þriðja umræða um frumvarpið. Undir þetta tók Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og lagði til að umræður um frumvarpið héldu áfram. Sagði hún þingforseta hafa haft fullt samráð við þingflokksformenn. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson úr Vinstri - grænum mótmæltu því að samkomulagið hefði náð svo langt að nefndarfundum og fyrirspurnartímum yrði vikið til hliðar til að samþykkja RÚV-frumvarpið. Sagði Ögmundur að samkomulagið fyrir jól hefði snúist um um að fresta þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið og greiða fyrir öðrum þingmálum og að koma einum degi fyrr til starfa til þings eftir áramót. Hins vegar hafi hann heyrt af ásetningi ríkisstjórnarinnar um að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst en benti á að stjórnarandstaðan væri áfram á móti frumvarpinu. Ekkert samkomulag hafi orðið um að stjórnarandstaðan legði blessun sína yfir frumvarpið.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira