Útvarpsstjóri sakaður um að vera missaga 16. janúar 2007 10:54 Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn. Ögmundur sagði Pál í grein sinni í gær gera að því skóna að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu fylgjandi frumvarpinu en það sé hins vegar rangt. Fréttaflutningur RÚV af Gallupkönnun sem gerð var um hvort þjóðin væri fylgjandi frumvarpinu hefði einnig verið villandi þar sem ekki hefði verið fjallað um þann tæpa þriðjung sem ekki tók afstöðu. Heitar umræður voru einnig undir liðnum Um fundarstjórn forseta en þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá svör frá forseta þingsins um hvernig tilhögun funda yrði í vikunni. Um það hefðu ekki fengist nein skýr svör. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í tilkynningu frá forstöðumanni nefndarsviðs Alþingis þar sem fram kom að fastir fundartímar nefnda á þingi myndu raskast vegna tilhögun þingfunda. Óskaði hann eftir upplýsingum hver tilhögun þingfunda yrði í vikunni. Jafnframt sakaði hann forseta þingsins, Sólveigu Pétursdóttur, um að setja herlög á þingi til að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið í gegnum þingið. Þá sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að augljóst væri að ríkisttjórninni lægi svo mikið á í málinu að neyðarástand ríkti í þinginu. Spurði hann jafnframt hvort ræða ætti við þingflokksformenn um fundahald á næstunni. Sólveig Pétursdótti, forseti Alþingis, vísaði til samkomulags stjórnar og stjórnarandstöðu frá því fyrir jól, að þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið yrði frestað fram yfir áramót, þing kæmi aftur saman degi fyrr en áætlað var og að fyrsta mál yrði þriðja umræða um frumvarpið. Undir þetta tók Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og lagði til að umræður um frumvarpið héldu áfram. Sagði hún þingforseta hafa haft fullt samráð við þingflokksformenn. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson úr Vinstri - grænum mótmæltu því að samkomulagið hefði náð svo langt að nefndarfundum og fyrirspurnartímum yrði vikið til hliðar til að samþykkja RÚV-frumvarpið. Sagði Ögmundur að samkomulagið fyrir jól hefði snúist um um að fresta þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið og greiða fyrir öðrum þingmálum og að koma einum degi fyrr til starfa til þings eftir áramót. Hins vegar hafi hann heyrt af ásetningi ríkisstjórnarinnar um að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst en benti á að stjórnarandstaðan væri áfram á móti frumvarpinu. Ekkert samkomulag hafi orðið um að stjórnarandstaðan legði blessun sína yfir frumvarpið. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Þingmenn ræddu við upphaf þingfundar í morgun grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, staðhæfði að Páll Magnússon hafi orðið uppvís að því að segja eitt við starfsmenn Ríkisútvarpsins um réttindi þeirra en annað við þingmenn. Ögmundur sagði Pál í grein sinni í gær gera að því skóna að starfsmenn Ríkisútvarpsins séu fylgjandi frumvarpinu en það sé hins vegar rangt. Fréttaflutningur RÚV af Gallupkönnun sem gerð var um hvort þjóðin væri fylgjandi frumvarpinu hefði einnig verið villandi þar sem ekki hefði verið fjallað um þann tæpa þriðjung sem ekki tók afstöðu. Heitar umræður voru einnig undir liðnum Um fundarstjórn forseta en þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá svör frá forseta þingsins um hvernig tilhögun funda yrði í vikunni. Um það hefðu ekki fengist nein skýr svör. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vísaði í tilkynningu frá forstöðumanni nefndarsviðs Alþingis þar sem fram kom að fastir fundartímar nefnda á þingi myndu raskast vegna tilhögun þingfunda. Óskaði hann eftir upplýsingum hver tilhögun þingfunda yrði í vikunni. Jafnframt sakaði hann forseta þingsins, Sólveigu Pétursdóttur, um að setja herlög á þingi til að koma frumvarpinu um Ríkisútvarpið í gegnum þingið. Þá sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að augljóst væri að ríkisttjórninni lægi svo mikið á í málinu að neyðarástand ríkti í þinginu. Spurði hann jafnframt hvort ræða ætti við þingflokksformenn um fundahald á næstunni. Sólveig Pétursdótti, forseti Alþingis, vísaði til samkomulags stjórnar og stjórnarandstöðu frá því fyrir jól, að þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið yrði frestað fram yfir áramót, þing kæmi aftur saman degi fyrr en áætlað var og að fyrsta mál yrði þriðja umræða um frumvarpið. Undir þetta tók Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og lagði til að umræður um frumvarpið héldu áfram. Sagði hún þingforseta hafa haft fullt samráð við þingflokksformenn. Bæði Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson úr Vinstri - grænum mótmæltu því að samkomulagið hefði náð svo langt að nefndarfundum og fyrirspurnartímum yrði vikið til hliðar til að samþykkja RÚV-frumvarpið. Sagði Ögmundur að samkomulagið fyrir jól hefði snúist um um að fresta þriðju umræðu um RÚV-frumvarpið og greiða fyrir öðrum þingmálum og að koma einum degi fyrr til starfa til þings eftir áramót. Hins vegar hafi hann heyrt af ásetningi ríkisstjórnarinnar um að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst en benti á að stjórnarandstaðan væri áfram á móti frumvarpinu. Ekkert samkomulag hafi orðið um að stjórnarandstaðan legði blessun sína yfir frumvarpið.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira