Hjónin Guðrún og Sigurður ætla að hlaupa Glitnismaraþonið þann átjánda águst næstkomandi. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Sigurður ætlar að ýta Guðrúnu í hjólastól alla leiðina - 42 kílómetra.
Fyrir rúmu ári síðan fékk Guðrún heilablóðfall og lamaðist í kjölfarið vinstra megin í líkamanum. Hún segir að þessi lífsreynsla hafi opnað augu hennar fyrir fordómum í garð fatlaðra í samfélaginu.
Kata í Íslandi í dag hitti Guðrúnu.