Allt er komið á hvolf í þrálátum réttarhöldum yfir tónlistarframleiðandanum Phil Spector, sem er sakaður um morð á leikkonunni Lönu Clarkson. Réttarlæknir sem bar vitni í réttarhöldunum á dögunum heldur því fram að líklega hefði leikkonan framið sjálfsmorð og Spector hvergi komið þar nærri. Hann segir rannsóknina á láti Clarkson hafa verið mikið flýtisverk og illa ígrundað að úrskurða það sem morð.
Clarkson fannst látin á heimili Spector árið 2003. Skotsár fundist á líkama hennar. Spector hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu.
Lífið