Lífið

Marc Jacobs til Íslands

Gleðidagar eru í Kronkron þessa dagana enda verið að rýma fyrir frægasta hönnuði New York-borgar.
Gleðidagar eru í Kronkron þessa dagana enda verið að rýma fyrir frægasta hönnuði New York-borgar.

Aðdáendur hins heimsfræga hönnuðs Marc Jacobs eru væntanlega glaðir núna því í fyrsta sinn eru vörur frá honum væntanlegar í búð á Íslandi. Það er verslunin Kronkron sem mun selja flíkur úr ódýrari línu hans, Marc by Marc Jacobs en þessa dagana eru „Gleðidagar“ í búðinni þar sem verið er að rýma fyrir Marc ásamt öðrum nýjum og hressandi vörum.

 

marc by marc jacobs Úr nýjustu línunni en föt frá Marc eru væntanleg í Kronkron í næstu viku.
„Það er rosalega spennandi að fá Marc í búðina og ennþá skemmtilegra er að ráðamenn fyrirtækis hans leituðu til okkar,“ segir Stefán Svan verslunarstjóri búðarinnar þegar hann er spurður hvort ekki hafi verið erfitt að ná samningi við hið fræga fyrirtæki. „Þeir komu hérna í búðina og leist svona rosalega vel á og er það að sjálfsögðu mikill heiður fyrir okkur. Gleðidagarnir standa yfir fram á þriðjudag og er tuttugu prósenta afsláttur af sumarvörunum og fjörutíu af því eldra. Marc-vörurnar verða svo mættar í búðina á miðvikudaginn og við munum svo að sjálfsögðu halda opnunarpartý að því tilefni en það verður auglýst seinna.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.