Hafna sérstöðu og græða á því 9. júní 2007 18:30 Álverið í Straumsvík hefur verið losað undan öllum undanþágum um skatta, gjöld og tolla sem fyrirtækið fékk þegar álverið var reist fyrir 40 árum. Þetta fól í sér miklar ívilnanir í gegnum tíðina. Svo miklar breytingar hafa aftur á móti orðið á almennu skattaumhverfi fyrirtækja að álverið sparar sér hálfan milljarð á ári með því að vera skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki. Gengið var frá samningum við Sviss aluminium Ltd á vordögum 1966 eða fyrir rúmum 40 árum og grunnur lagður að álbræslunni í Straumsvík með tilheyrandi virkjunarframkvæmdum. Morgunblaðið gaf út sérstakt aukablað til að kynna öll efnisatriði samninganna, ekki þó um orkuverðið. Dótturfyrirtæki álrisans, Íslenska álfélagið, fékk sérsamning um skatta, gjöld og tolla. Í stað þessara gjalda borgaði framleiðandinn gjald á hvert framleitt tonn. Í upphafi var framleiðslugjaldið miðað við að skila álíka og þágildandi skattalög en fyrirtækið naut verðhækkana á áli á heimsmarkaði. En það var ákvæði í samningnum að hægt yrði að segja þessum sérákvæðum upp og það hefur Alcan nú gert. Eftir langa samninga losnar álverið undan sérsamningum sem áður fólu í sér ívilnanir en leiðir í dag til útgjaldaauka. Það er tákn um breytingar á skattalegu umhverfi fyrirtækja á Íslandi að álverið í Straumsvík hagnast um stórar fjárhæðir á ári hverju með því að vera nú skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki. Fyrir helgi var lagt fram á þingi breyttur samningur við Alcan og er hann afturvirkur til 2005. Í mati Fjármálaráðuneytisins á áhrifum breytinganna kemur fram að afkoma ríkissjóðs árið 2005 rýrni um 520 milljónir króna vegna breytinganna. Greiðslur til Hafnarfjarðar hækka að vísu um 90 milljónir. Með því að losna undan sérmeðferð græðir Alcan 430 milljónir vegna ársins 2005. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið sparar fyrir árið 2006 en það er tæpast minna en árið 2005. Það gæti því falist milljarðahagnaður fyrir Alcan í því að njóta þess jákvæða skattaumhverfis sem íslenskum fyrirtækjum er búið. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Álverið í Straumsvík hefur verið losað undan öllum undanþágum um skatta, gjöld og tolla sem fyrirtækið fékk þegar álverið var reist fyrir 40 árum. Þetta fól í sér miklar ívilnanir í gegnum tíðina. Svo miklar breytingar hafa aftur á móti orðið á almennu skattaumhverfi fyrirtækja að álverið sparar sér hálfan milljarð á ári með því að vera skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki. Gengið var frá samningum við Sviss aluminium Ltd á vordögum 1966 eða fyrir rúmum 40 árum og grunnur lagður að álbræslunni í Straumsvík með tilheyrandi virkjunarframkvæmdum. Morgunblaðið gaf út sérstakt aukablað til að kynna öll efnisatriði samninganna, ekki þó um orkuverðið. Dótturfyrirtæki álrisans, Íslenska álfélagið, fékk sérsamning um skatta, gjöld og tolla. Í stað þessara gjalda borgaði framleiðandinn gjald á hvert framleitt tonn. Í upphafi var framleiðslugjaldið miðað við að skila álíka og þágildandi skattalög en fyrirtækið naut verðhækkana á áli á heimsmarkaði. En það var ákvæði í samningnum að hægt yrði að segja þessum sérákvæðum upp og það hefur Alcan nú gert. Eftir langa samninga losnar álverið undan sérsamningum sem áður fólu í sér ívilnanir en leiðir í dag til útgjaldaauka. Það er tákn um breytingar á skattalegu umhverfi fyrirtækja á Íslandi að álverið í Straumsvík hagnast um stórar fjárhæðir á ári hverju með því að vera nú skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki. Fyrir helgi var lagt fram á þingi breyttur samningur við Alcan og er hann afturvirkur til 2005. Í mati Fjármálaráðuneytisins á áhrifum breytinganna kemur fram að afkoma ríkissjóðs árið 2005 rýrni um 520 milljónir króna vegna breytinganna. Greiðslur til Hafnarfjarðar hækka að vísu um 90 milljónir. Með því að losna undan sérmeðferð græðir Alcan 430 milljónir vegna ársins 2005. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið sparar fyrir árið 2006 en það er tæpast minna en árið 2005. Það gæti því falist milljarðahagnaður fyrir Alcan í því að njóta þess jákvæða skattaumhverfis sem íslenskum fyrirtækjum er búið.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira