Lífið

Gönguferð um Vatnsdalsárgil

Kerafoss
Kerafoss

Laugardaginn 28. júlí stendur Ferðaþjónustan á Hofi í Vatnsdal fyrir gönguferð með Vatnsdalsárgili. Þar eru margir fossar, sem þykja hver öðrum fallegri. Má þar nefna Skínanda, Kerafoss, Skessufoss og Dalsfoss.

Gangan tekur nokkra klukkutíma, en ekki er mikill hæðarmunur á gönguleiðinni. Að mestu er gengið eftir fjárgötum á gilbarminum.

Mæting er á Hofi kl. 10.00 , og þaðan verður ekið að Forsæludal. Að göngu lokinni verður grillað á Hofi og hægt verður að fara í heita pottinn, og jafnvel gista. Upplýsingar og skráning í síma 452 4077 eða á hof@simnet.is. Stefnt er á aðra gönguferð, á Jörundarfell, sem er hæsti tindur Vatnsdalsfjalls, laugardaginn 4. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.