Lífið

Kate Moss flýr Doherty

Kate Moss er búin að fá nóg af rokkaranum Pete Doherty.
Kate Moss er búin að fá nóg af rokkaranum Pete Doherty. NordicPhotos/GettyImages

Fyrirsætan Kate Moss er endanlega búin að fá nóg af Pete Doherty. Hún hefur skipt um lás á íbúðinni sinni og leitar að húsi.



Kate Moss hefur síðustu vikuna verið að leita sér að húsi í Norður-London. Fyrir á fyrirsætan glæsi-íbúð í sama hverfi en nú vill hún eignast friðsælla heimili. Það er ekki síst til að losna við fyrrum kærasta sinn, rokkarann og eiturlyfjasjúklinginn Pete Doherty, en einnig paparazzi-ljósmyndara sem sitja stöðugt um hana.



Kate fékk nóg af Pete á dögunum eftir að hann hélt framhjá henni með fyrirsætu frá Suður- Afríku. „Pete er viðbjóðslegur. Hann lítur út eins og snigill og hagar sér eins og snigill því hann skilur alltaf eftir sig slóð vegna ruglsins í kringum hann,“ mun fyrirsætan hafa sagt við vinkonu sína.

Vinkonur hennar segja í viðtölum við breska fjölmiðla að sambandið sé endanlega búið, Kate vilji ekkert með Pete lengur hafa. „Okkur finnst þetta frábært. Hún hefur kvatt þennan rokklífsstíl hans og er farin að hugsa um sjálfa sig aftur,“ sagði vinkona hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.