Lífið

Keppni við Akranes gæti orðið ljúfsár hefnd

Mikill áhugi er á spurningakeppni Sjónvarpsins milli sveitarfélaganna. Reykjanesbær er þegar farinn að þreifa fyrir sér.
Mikill áhugi er á spurningakeppni Sjónvarpsins milli sveitarfélaganna. Reykjanesbær er þegar farinn að þreifa fyrir sér.

„Okkur hafa borist þó nokkrar tillögur en það hefur ekki enn verið valið í liðið. Einhver nöfn hafa þó borið oftar á góma en önnur," segir Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hyggst Sjónvarpið endurvekja spurningakeppni 24 stærstu sveitarfélaganna í haust en sambærilegir þættir nutu mikilla vinsælda í lok níunda áratugar síðustu aldar á RÚV og síðar Stöð 2. Reykjanesbær reið á vaðið og auglýsti eftir tilnefningum í keppnisliðið og hyggst sveitarfélagið augljóslega koma vel undirbúið til leiks. „Við veljum tvo og sendum síðan nokkrar tilnefningar að þessum „fræga" og „skemmtilega" sem síðan Sjónvarpið velur," segir Valgerður.



Valgerður segist ekki hafa haft fregnir af því að önnur sveitarfélög séu farin að þreifa fyrir sér og segir skýringanna kannski að leita að í Reykjanesbæ búi heill her af vitringum sem gæti vel spjarað sig í svona keppni. „Annars líst mér bara vel á þetta og það er alltaf gaman að taka þátt í einhverju svona sem gæti líka virkað sem jákvæð kynning á bæjarfélaginu," segir Valgerður.

Menningarfulltrúinn sagðist ekki eiga neinn óskamótherja en viðurkennir að óneitanlega yrði forvitnilegt ef Reykjanesbær myndi mæta Akranesi í ljósi uppþota sem urðu eftir leik Keflavíkur og ÍA. „Þetta gæti orðið eldfimur og viðkvæmur bardagi en um leið opnast möguleikar á ljúfsárri hefnd fyrir okkur," segir Valgerður í léttum dúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.