Lífið

Goðsögn snýr aftur

Tony Bennett á tónleikum í Las Vegas 6. október síðastliðinn.
Tony Bennett á tónleikum í Las Vegas 6. október síðastliðinn. MYND/AFP

Með því að vera trúr stíl sínum hefur Tony Bennett tekist að snúa enn og aftur til vinsælda. Á ferli söngvarans sem nú er áttræður, hefur hann oft missti vinsældir vegna gagnrýni fyrir söngstíl, fagmennsku og ást sína á jassi. Seint á sjötta og sjöunda áratugnum, á miðjum áttunda áratugnum og undir lok hans var hann gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu svalur.

Í hvert skipti hélt Bennett áfram í þeirri von að almenningur væri klárari en gagnrýnendur. Og nú hefur hann verið uppgötvarður af nýrri kynslóð. Rod Stewart hefur verið uppgötvaður af sömu kynslóð, eins og Barry Manilow, Michael Buble og Harry Connick.

Bennett hefur gefið út nýjan disk, Tony Bennett Sings the Ultimate American Songbook Vol. 1. Diskurinn er sá fyristi í röð fjögurra diska þar sem hann syngur meðal annars lög eftir Gershwin, Porter og Kern.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.