Lífið

Mamma Britney tekur á sig sökina

Þetta er allt mömmunni að kenna.
Þetta er allt mömmunni að kenna.

„Ég kenni sjálfri mér um," sagði Lynne Spears, mamma hennar Britney, í viðtali við bandarískt tímarit þar sem ófarir poppgyðjunnar voru til umræðu. „Ég vildi að ég hefði verið meira með henni á tónleikaferðunum, en ég gat það ekki. Ég á fleiri börn sem ég þurfti að hugsa um."

Mamma Britney situr nú við skriftir en von er á minningabók sem lýsir því hvernig það er að halda heimili undir kastljósi fjölmiðla. Bókin á að koma út í Bandaríkjunum þann 11. maí næstkomandi og er það viðeigandi því þá er mæðradagurinn haldinn hátíðlegur.

„Ég ól börnin mín ekki upp með það að markmiði að gera þau að stjörnum, þetta gerðist bara,"segir mamman sem nýlega sættist við dóttur sína en þær höfðu ekki talast við í nokkurn tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.