Greyið K-Fed er ekki að líta alveg nógu vel út í forræðisdeilu hans og Britney Spears.
Fyrir skemmstu var honum veitt forræði yfir börnum þeirra tveimur eftir harðvítuga og langdregna forræðisdeilu hjónanna fyrrverandi. TMZ greinir frá því að í gær hafi lögfræðingar hans lagt fram skjöl þar sem farið er fram á að poppdrottningin greiði lögfræðikostnað hans, að upphæð 160 þúsund dollara, eða tæplega níu og hálfrar milljónar króna.
Dómarinn gerði Britney að greiða 120 þúsund dollara.
Í gögnunum kemur fram að þar sem K-Fed, sem hefur árangurslaust reynt að skapa sér nafn sem tónlistarmaður, sé ,,sjálfstætt starfandi listamaður" og sé því tekjulaus. Það er reyndar fyrir utan rúma milljón sem Spears greiðir honum í framfærslulífeyri. Lífið er erfitt.