Lífið

Löggan leitar að Baldwin bróður

Lögreglan í Los Angeles lýsir nú eftir leikaranum Daniel Baldwin en hann lét ekki sjá sig fyrir rétti í borginni í dag. Leikarinn, sem má muna fífil sinn fegurri, er á skilorði og hann átti að mæta til dómara til þess að vitna um að hann hefði haldið sig frá eiturlyfjum.

Baldwin var handtekinn og dæmdur í apríl á síðasta ári fyrir að vera með fíkniefni og áhöld til fíkniefnanotkunar.

Baldwin er sennilega sá minnst þekkti af hinum frægu Baldwin bræðrum en þeir Alec, Stephen og William hafa allir gert garðinn frægann í Hollywood. Frægustu myndir Daníels eru sennilega Mulholland Falls og Harley Davidson and the Marlboro man.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.