Lífið

Ramsey svelgdist á íslenskum hákarli

Gordon Ramsay gat ekki torgað hákarlinum.
Gordon Ramsay gat ekki torgað hákarlinum.

Meistarakokkurinn Gordon Ramsey þurfti að láta í minni pokann fyrir James May úr Top Gear á dögunum þegar þeir félagarnir gæddu sér á ýmsu framandlegu „góðgæti".

Maturinn fór misvel í þá félaga en það var íslenski hákarlinn sem fór með kokkinn. Honum tókst ekki að innbyrða góðmetið og ældi hann því í ruslatunnu.

May fór hins vegar létt með hákarlinn eins og sjá má á You Tube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.