Lífið

Dauðaþögn á Holtinu þegar sjálfstæðistoppar gengu í salinn

Þeir félagar úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, Davið Oddsson, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurrarson áttu saman stund í koníaksstofunni á Hótel Holti í gærkvöldi. Hannes Hólmsteinn segir að sér sé minnisstæðast frá þessu kvöldi að dauðaþögn hafi slegið á matsalinn á Holtinu þegar þeir gengu þar í gegn.

„Við höfum oft hittst til að ræða um daginn og veginn," segir Hannes Hólmsteinn í samtali við Vísi. „Þessi fundur okkar var ekki út af uppákomunni í borgarstjórninni enda var hann ákveðinn löngu áður en hún kom til."

Hannes segir að þeir hafi að sjálfsögu rætt atburði síðustu daga en telur ekki við hæfi að tjá sig nánar um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.