Innlent

Flugfélög taka gjald fyrir golfsett

Vera Einarsdóttir skrifar

Flugfélögin SAS og Icelandair eru farin að taka sérstakt gjald fyrir golfsett í ferðum kylfinga á milli landa. Þetta kemur fram á vefnum kylfingur.is. SAS tekur 1.500 kr. fyrir settið i styttri ferðum innan Evrópu en 3.500 kr. í lengri ferðum. Hjá Icelandair er hægt að skrá sig í klúbbinn Icelandair golfers. Þar kostar árgjaldið 5.900 kr. og geta félagar í klúbbnum ferðast með golfsettið eins oft og þeir vilja.

Fleiri flugfélög taka sérstakt gjald fyrir golfsett og má þar nefna Sterling og Air France.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×