Innlent

Ísafjarðarbær kærður vegna ráðningar

MYND/GVA

Pétur Björnsson hefur kært Ísafjarðarbæ til félagsmálaráðuneytisins. Pétur sótti um stöðu forstöðumanns skóla- og fjölskylduskrifstofu. Hann þótti ekki uppfylla skilyrði sem sett voru í auglýsingu um starfið. Pétur telur að á sér hafi verið brotið við ráðninguna. Einn af þremur umsækjenda fékk stöðuna. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta.

Halldóri Halldórssyni, bæjarstóri Ísafjarðar, finnst ráðningin ekki óeðlileg og segir að ástæða þess að hinir umsækjendurnir hafi ekki verið boðaðir í viðtöl vera skort þeirra á menntun.

Í auglýsingu stendur að umsækjandi skuli hafa háskólapróf eða sambærilega menntun, stjórnunarhæfileika og hæfileika í mannlegum samskiptum.

Pétur telur sig uppfylla þær kröfur. Hann er íþróttakennari að mennt og hefur starfað við lögreglu Vestfjarða.

Málið verður tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi á morgun.

Þrír sóttu um stöðuna: Margrét Geirsdóttir, Pétur Björnsson og Unnar Reynisson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×