Við erum öll eins inn við beinið 23. mars 2007 05:00 Umræða um málefni innflytjenda hefur stóraukist á opinberum vettvangi. Nokkuð ber á útlendingafælni og þjóðernishyggju í orðræðunni, einkum í netheimum. Sumir ala á úlfúð og fordómum í skjóli nafnleyndar auk einstaka gífuryrtra stjórnmálamanna. Ábyrgð fjölmiðla er einnig rík, t.d. er algengt að uppruni gerenda sé tiltekinn þegar útlendingar eiga í hlut, þótt slíkar upplýsingar þjóni sjaldnast öðrum tilgangi en að ala á fordómum. Það er tímabært að hefja umræðu um innflytjendamál yfir staðalmyndir og sleggjudóma. Meðan 18.563 erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi í dag áttu rúmlega 15.000 Íslendingar lögheimili á Norðurlöndunum einum árið 2005. Meðan Íslendingar í útrás eru hafnir til skýjanna eru útlendingar sem koma til Íslands til að vinna litnir hornauga. Hver er munurinn og hvaða vandamál hafa skapast vegna aukins fjölda útlendinga á Íslandi? Hér er næg atvinna og margt bendir til þess að íslenskar fjölskyldur hafi haft beinan hag af flæði erlends vinnuafls hingað til lands. Þóra Helgadóttur, hagfræðingur hjá Kaupþingi, leiðir líkur að því að verðbólga hefði verið 1,5 prósentum hærri í fyrra ef ekki hefði komið til erlent vinnuafl. Atvinnuleysi meðal innflytjenda á Íslandi er það minnsta sem þekkist í OECD-löndum. Atvinnuleysi hefur ekki aukist þrátt fyrir vaxandi fjölda innflytjenda - innflytjendur fá störf sem Íslendingar gætu unnið en það minnkar ekki möguleika Íslendinga á að fá vinnu; atvinna er ekki takmörkuð auðlind á Íslandi. Auk þess verðum við að uppfylla kröfur EES-samningsins um frjálst flæði vinnuafls hvað sem tautar og raular ef við ætlum á annað borð að njóta ávaxta fjórfrelsisins. Því er haldið fram að aukinn fjöldi innflytjenda ýti undir glæpi. Þetta er bull. Tíðni afbrota innflytjenda hefur ekki haldist í hendur við fjölgun þeirra; fjöldi hegningarlagabrota sem framin hafa verið af innflytjendum hefur staðið í stað á sama tíma og innflytjendum hefur fjölgað umtalsvert. Kannanir sýna að þorri þjóðarinnar er laus við útlendingafælni. Hjárænulegt gaspur lýðskrumara um „útlendingaógn" sem nærist á ótta og fordómum er tímaskekkja. Ísland er fjölmenningarlegt hvort sem fólki líkar betur eða verr og nú þarf að vinna markvisst og málefnalega að íslensku samfélagi þar sem allir njóta virðingar og eiga jöfn tækifæri - óháð útliti og uppruna. Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sem ætlað er að hjálpa útlendingum að aðlagast íslensku samfélagi og er það vel. Það er þó ekki nóg að tryggja aðlögun innflytjenda, við verðum að líta í eigin barm og ákveða hvað við sjálf ætlum að gera til að aðlagast breyttum tímum. Þau sjónarmið er búa að baki kynþáttahatri og útlendingafælni eru einhver þau hættulegustu sem mannkynið þekkir, þau verður að kveða niður á Íslandi. Birtingamyndir kynþáttahaturs eru breytilegar en minnumst þess að Helförin, þjóðernishreinsanir í Júgóslavíu og þjóðarmorð í Rúanda spruttuúr jarðvegi þess. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Umræða um málefni innflytjenda hefur stóraukist á opinberum vettvangi. Nokkuð ber á útlendingafælni og þjóðernishyggju í orðræðunni, einkum í netheimum. Sumir ala á úlfúð og fordómum í skjóli nafnleyndar auk einstaka gífuryrtra stjórnmálamanna. Ábyrgð fjölmiðla er einnig rík, t.d. er algengt að uppruni gerenda sé tiltekinn þegar útlendingar eiga í hlut, þótt slíkar upplýsingar þjóni sjaldnast öðrum tilgangi en að ala á fordómum. Það er tímabært að hefja umræðu um innflytjendamál yfir staðalmyndir og sleggjudóma. Meðan 18.563 erlendir ríkisborgarar búa á Íslandi í dag áttu rúmlega 15.000 Íslendingar lögheimili á Norðurlöndunum einum árið 2005. Meðan Íslendingar í útrás eru hafnir til skýjanna eru útlendingar sem koma til Íslands til að vinna litnir hornauga. Hver er munurinn og hvaða vandamál hafa skapast vegna aukins fjölda útlendinga á Íslandi? Hér er næg atvinna og margt bendir til þess að íslenskar fjölskyldur hafi haft beinan hag af flæði erlends vinnuafls hingað til lands. Þóra Helgadóttur, hagfræðingur hjá Kaupþingi, leiðir líkur að því að verðbólga hefði verið 1,5 prósentum hærri í fyrra ef ekki hefði komið til erlent vinnuafl. Atvinnuleysi meðal innflytjenda á Íslandi er það minnsta sem þekkist í OECD-löndum. Atvinnuleysi hefur ekki aukist þrátt fyrir vaxandi fjölda innflytjenda - innflytjendur fá störf sem Íslendingar gætu unnið en það minnkar ekki möguleika Íslendinga á að fá vinnu; atvinna er ekki takmörkuð auðlind á Íslandi. Auk þess verðum við að uppfylla kröfur EES-samningsins um frjálst flæði vinnuafls hvað sem tautar og raular ef við ætlum á annað borð að njóta ávaxta fjórfrelsisins. Því er haldið fram að aukinn fjöldi innflytjenda ýti undir glæpi. Þetta er bull. Tíðni afbrota innflytjenda hefur ekki haldist í hendur við fjölgun þeirra; fjöldi hegningarlagabrota sem framin hafa verið af innflytjendum hefur staðið í stað á sama tíma og innflytjendum hefur fjölgað umtalsvert. Kannanir sýna að þorri þjóðarinnar er laus við útlendingafælni. Hjárænulegt gaspur lýðskrumara um „útlendingaógn" sem nærist á ótta og fordómum er tímaskekkja. Ísland er fjölmenningarlegt hvort sem fólki líkar betur eða verr og nú þarf að vinna markvisst og málefnalega að íslensku samfélagi þar sem allir njóta virðingar og eiga jöfn tækifæri - óháð útliti og uppruna. Mikið hefur verið rætt um aðgerðir sem ætlað er að hjálpa útlendingum að aðlagast íslensku samfélagi og er það vel. Það er þó ekki nóg að tryggja aðlögun innflytjenda, við verðum að líta í eigin barm og ákveða hvað við sjálf ætlum að gera til að aðlagast breyttum tímum. Þau sjónarmið er búa að baki kynþáttahatri og útlendingafælni eru einhver þau hættulegustu sem mannkynið þekkir, þau verður að kveða niður á Íslandi. Birtingamyndir kynþáttahaturs eru breytilegar en minnumst þess að Helförin, þjóðernishreinsanir í Júgóslavíu og þjóðarmorð í Rúanda spruttuúr jarðvegi þess. Höfundur er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar